Kanna uppsetningu á hundagerði á Djúpavogi
Hópur hundaeigenda á Djúpavogi hefur farið þess á leit við sveitarfélagið Múlaþing að sett verði upp sérstakt hundagerði í bænum. Slík svæði eru lokuð af svo hundar geti hlaupið frjálsir um.
Alls munu verða þetta 10 til 12 hundar skráðir á Djúpavogi að sögn Gauta Jóhannessonar, fulltrúa sveitarstjóra í heimastjórn, og hluti þeirra hefur óskað eftir að fá úthlutað sérstöku svæði þar sem hundaeigendur geta komið saman með sína hunda. Slík hundagerði hafa risið eitt af öðru undanfarin ár í mörgum bæjar- og þorpskjörnum landsins. Ekkert slíkt er þó á Djúpavogi að sögn Gauta.
„Það er auðvitað enginn skortur á svæðum hér við bæinn til að fara út með hunda en í þessu tilfelli er menn meira að horfa til þess að vera með afgirt svæði þar sem nýta megi til að þjálfa hundana auk þess að eiga samastað fyrir hundaeigendur án þess að fara mjög langt. Hundaeigendurnir myndu í kjölfarið sjálfir sinna gerðinu og halda því viðVið erum að skoða þetta en ég er bjartsýnn að hægt verði að koma til móts við þessar óskir með einhverjum hætti.