Kanna viðhorf íbúa Múlaþings til skemmtiferðaskipa
Múlaþing hefur ráðið fyrirtækið Prósent til að gera könnun á viðhorfi íbúa Múlaþings til hratt vaxandi fjölda skemmtiferðaskipa sem á í höfnum sveitarfélagsins.
Komum slíkra skipa hefur fjölga ört austanlands allra síðustu árin og útlit fyrir að sá fjöldi verði áfram mikill næstu árin miðað við bókanir fram í tímann. Það jákvætt fyrir hafnirnar sjálfar sem fá tekjur, verslanir á þeim svæðum og ferðaþjónustuaðila en yfirgnæfandi fjöldi gesta hefur líka á köflum verið meiri en margir íbúar eru sáttir við. Þegar stærstu skipin eru í höfn, og það stundum á sama tíma, getur ferðamannafjöldi í bæjunum farið í fimm til sex þúsund manns á dag.
Hjá Múlaþingi hafa menn verið með meðvitaðir um þetta vandamál og meðal annars verið rætt um hvort setja eigi takmörk á fjölda skipa sem heimsækja hafnirnar þó engar ákvarðanir hafi enn verið teknar í þá veru.
Nú skal fá gleggri mynd af stöðunni með könnuninni sem framundan er en þar skal forvitnast um það sem vel sé gert að mati íbúa og ekki síður það sem betur megi gera af hálfu sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar verða svo formlega kynntar í lok árs og gagnast Múlaþingi við frekari stefnumótun strax í kjölfarið.