Kjörsókn með ágætum austanlands

„Ég var nú sjálfur að fletta aðeins á kosningarvef Ríkisútvarpsins og kíkja á kjörsókn á landsvísu og ég sé ekki betur en við séum að koma nokkuð vel út hér fyrir austan,“ segir Hlynur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi.

Kjörsókn á Austurlandi reyndist þokkaleg á laugardaginn var þrátt fyrir að nokkrir erlendir stórviðburðir hefðu átt sér stað þann sama dag. Hún var sérstaklega góð á Vopnafirði þar sem 77,3% íbúa nýttu sér kosningaréttinn. Tæplega 72% greiddu atkvæði í óhlutbundnum kosningum í Fljótsdalshreppi, kjörsókn í Fjarðabyggð reyndist 64,9% og í Múlaþingi fjölgaði nokkuð greiddum atkvæðum frá síðustu kosningum til sveitarstjórna. Þá mældist kjörsókn aðeins 63,4% en að þessu sinni gerðu 66,3% kosningabærra manna sér leið á kjörstað.

Annars staðar á landinu var kjörsókn í dræmari kantinum. Rétt rúmlega 61% kusu í Mosfellsbæ og Reykjavík og tæplega 61% nýttu sér atkvæðaréttinn í Suðurnesjabæ svo þrjú dæmi séu tekin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.