Skip to main content

Kjörsókn með ágætum austanlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. maí 2022 11:45Uppfært 17. maí 2022 09:08

„Ég var nú sjálfur að fletta aðeins á kosningarvef Ríkisútvarpsins og kíkja á kjörsókn á landsvísu og ég sé ekki betur en við séum að koma nokkuð vel út hér fyrir austan,“ segir Hlynur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi.

Kjörsókn á Austurlandi reyndist þokkaleg á laugardaginn var þrátt fyrir að nokkrir erlendir stórviðburðir hefðu átt sér stað þann sama dag. Hún var sérstaklega góð á Vopnafirði þar sem 77,3% íbúa nýttu sér kosningaréttinn. Tæplega 72% greiddu atkvæði í óhlutbundnum kosningum í Fljótsdalshreppi, kjörsókn í Fjarðabyggð reyndist 64,9% og í Múlaþingi fjölgaði nokkuð greiddum atkvæðum frá síðustu kosningum til sveitarstjórna. Þá mældist kjörsókn aðeins 63,4% en að þessu sinni gerðu 66,3% kosningabærra manna sér leið á kjörstað.

Annars staðar á landinu var kjörsókn í dræmari kantinum. Rétt rúmlega 61% kusu í Mosfellsbæ og Reykjavík og tæplega 61% nýttu sér atkvæðaréttinn í Suðurnesjabæ svo þrjú dæmi séu tekin.