Skip to main content

Kjörsókn fer hægt af stað á Borgarfirði eystri

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. maí 2010 13:43Uppfært 08. jan 2016 19:21

Tuttugu manns höfðu kosið í sveitarstjórnarkosningunum á Borgarfirði eystri nú um hádegið að sögn Björns Aðalsteinssonar formanns kjörstjórnar.  Þrír gefa ekki kost á sér til setu í hreppsnefndinni.

fjarhus_jokulsa.jpgÁ kjörskrá eru 106 manns, 45 konur og 61 karl, svo þessi kjörsókn svarar til tæplega 20 %.  Kjörstaður á Borgarfirði verður opinn til klukkan 18:00 og úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan 19:00 að sögn Björns.

Á Borgarfirði eystri er óhlutbundin kosning, allir atkvæðisbærir menn í hreppnum eru í kjöri, utan þriggja manna sem ekki gefa kost á sér.  Kjósandinn skrifar nöfn þeirra fimm manna sem hann vill sjá í hreppsnefnd auk fimm manna til vara.

Þrír menn gefa ekki kost á sér til setu í hreppsnefnd Borgarfjarðar eystri, þeir Magnús Þorsteinsson í Höfn, Þorsteinn Kristjánsson á Jökulsá og Karl Sveinsson frá Hvannstóði.   Reglur varðandi það hverjir geta beðist undan kjöri eru þær að viðkomandi getur beðist undan því að vera í kjöri jafn lengi og hann hefur setið í sveitarstjórn samtals.  Enginn af þessum þremur mönnum átti sæti i fráfarandi hreppsnefnd, allir þeir sem sátu í fráfarandi hreppsnefnd gefa kost á sér nú.

Til dæmis sat Magnús Þorsteinsson 36 ár í hreppsnefnd á Borgarfirði og var oddviti hreppsins til fjölda ára og var sveitarstjöri undir það síðasta. M getur því skorast undan kjöri í 36 ár eða 9 kosningar í röð. Ef tíðindamaður man rétt hætti Magnús í hreppsnefndinni fyrir 8 árum og á því inni 6 kosningar í viðbót sem hann getur skorast undan kjöri.