Kolmunnaveiðar að klárast
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. jan 2024 14:34 • Uppfært 22. jan 2024 14:34
Kolmunnaveiðum í færeysku lögsögunni virðist vera að ljúka að sinni. Samherjaskipin Margrét EA og Vilhelm Þorsteinsson EA eru þannig hætt kolmunnaveiðum að sinni og á heimstími með afla. Síldarvinnsluskipin Barði, Beitir og Börkur eru enn á miðunum en þar hefur verið leiðindaveður sem hefur truflað veiðar töluvert.
Frá þessu er sagt í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Búst er við að Margrét komi til Neskaupsstaðar í kvöld með 1.400 tonn og Vilhelm Þorsteinsson til Seyðisfjarðar með 1.100 tonn.
Kolmunnaveiðum í færeysku lögsögunni hefur vanalega lokið seint í janúar eða í byrjun febrúar á undanförnum árum. Minni kraftur hefur verið í veiðunum nú en var í fyrra og það væri því í takt við það ef veiðar kláruðust nú fyrr en venja hefur verið.