Skip to main content

Kolmunninn á land víða í fjórðungnum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. apr 2022 11:13Uppfært 19. apr 2022 11:17

Íslensk uppsjávarskip landa nú hvert á fætur öðru fullfermi af kolmunna í austfirskum höfnum en síðustu sólarhringa hefur verið landað á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað og eitt skip landar á Seyðisfirði í dag.

Ágæt kolmunnaveiði hefur verið á svokölluðu gráu svæði suður af Færeyjum síðustu vikuna eða svo en nokkuð góð veiði hafði verið á kolmunna í skoskri landhelgi fyrir þann tíma en fiskurinn leitar nú á norðlægari slóðir.

Fyrsti kolmunnafarmurinn kom á land í Neskaupstað í gær þegar Vilhelm Þorsteinsson landaði fullfermi og á Fáskrúðsfirði var Hoffell á leið í land einnig með fullfermi. Ráð er gert fyrir að landað verði á Seyðisfirði í dag þegar Börkur NK kemur þar til hafnar og í kjölfar þess landa fleiri skip í Neskaupstað.

Kolmunnavertíðin hafin af fullum krafti eins og segir á vef Síldarvinnslunnar.

Mynd SVN