Skip to main content

Kosning utankjörfundar komin af stað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. apr 2022 08:39Uppfært 26. apr 2022 08:44

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 14. maí hófst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi fyrir viku. Í gær bættust fleiri staðir í hópinn.


Skrifstofurnar eru á Seyðisfirði, Eskifirði, Egilsstöðum og Vopnafirði. Þær eru opnar 9-15 mánudaga til fimmtudaga en föstudag frá 9-14. Síðustu tvær vikurnar fyrir kjördag verður opnunartíminn á Egilsstöðum og Eskifirði lengdur til klukkan 17:00.

Í gær tóku til starfa kjörstjórar í byggðakjörnum Fjarðabyggðar en hjá þeim er hægt að kjósa samkvæmt samkomulagi. Þeir eru sem hér segir:
Norðfjörður: Óskar Ágúst Þorsteinsson, sími 841-8349
Reyðarfjörður: Aðalheiður Vilbergsdóttir, sími 843-7706
Fáskrúðsfjörður: Steinunn Elísdóttir, sími 867-1363
Stöðvarfjörður: Svanhvít Björgúlfsdóttir, sími 861-1991
Breiðdalur: Sigurður Borgar Arnaldsson, sími 868-5129

Þá opnaði einnig fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Múlaþingi. Opið er á Djúpavogi frá 13-15 mánudaga og miðvikudaga en föstudaga frá 10-12. Á Borgarfirði er opið 8-16:30 mánudaga til fimmtudaga en föstudaga 8-15:00. Þar er þó lokað í hádeginu milli 12 og 13.

Í Múlaþingi er bæði kosið til heimastjórna og sveitarstjórna. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér gild persónuskilríki.