Kosningakönnun fyrir forsetakosningar 2024
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. maí 2024 09:46 • Uppfært 07. maí 2024 14:06
Austurfrétt/Austurglugginn standa fyrir skoðanakönnun í aðdraganda forsetakosninga þann 1. júní næstkomandi.
Könnunin er netkönnun þar sem spurt er um afstöðu til frambjóðenda og embættisins.
Könnun stendur út laugardaginn 11. maí – eða þar til 200 svörum hefur verið náð. Könnunin er með öllu nafnlaus og svör ekki rekjanleg til einstaklinga.
Gerð verður grein fyrir helstu niðurstöðum í Austurfrétt og Austurglugganum auk þess sem þær verða nýttar við umfjöllun miðlanna um kosningarnar.
Svara má könnuninni með að smella hér.
Athugasemd: Um klukkan 13:30 var komið á framfæri við ritstjórn ábendingu um að nafn eins frambjóðanda, Ástþórs Magnússonar, hefði fallið niður. Nafninu hefur því verið bætt við og könnunin núllstillt. Beðist er innilegrar velvirðingar á þessum leiðu mistökunum.