Kosningu um kjarasamning í álverinu lýkur í dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. sep 2025 09:22 • Uppfært 30. sep 2025 14:31
Kosningu um nýjan kjarasamning AFLs/RSÍ við Alcoa Fjarðaál lýkur í dag. Niðurstöður eiga að liggja fyrir strax í kjölfarið.
Kosningin hefur staðið í viku og lýkur klukkan 15:00 í dag. Kosið er rafrænt þannig að úrslit eiga að liggja fyrir fljótlega eftir það.
Á kjörskrá eru tæplega 500 starfsmenn. Kosningin fór hratt af stað og var komin í um 33% eftir tæpan sólarhring. Það er í takti við aðra þátttöku í kjaradeilunni en mikil þátttaka var einnig í kosningu um verkfallsboðun.
Sú atkvæðagreiðsla var stöðvuð þegar samningar náðust. Viðræður höfðu þá staðið síðan í desember og undir handleiðslu ríkissáttasemjara síðan í apríl.