Skip to main content

Kostnaðarmat við Fjarðarheiðargöng snarhækkað á skömmum tíma

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. apr 2022 13:58Uppfært 08. apr 2022 14:00

Í frumdrögum Vegagerðarinnar um heildarkostnað við gerð Fjarðarheiðarganga og aðkomuvega sem gert var árið 2019 var áætlað að verkið gæti kostað kringum 35 milljarða króna. Kostnaðarmatið nú miðast við 45 milljarða króna.

Þessu mikla kostnaðarhækkun á þremur árum kemur til af ýmsum orsökum eins og almennum verðlagsbreytingum á þessu tímabili en frumáætlun Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir skekkjumörkum upp að 40 prósentum í upphafi. Tíu milljarða króna hækkun er nokkuð undir þeim mörkum.

Að sögn G.Péturs Matthíassonar, upplýsingarfulltrúa Vegagerðarinnar, er ekki óalgengt að kostnaðartölur taki miklum breytingum í stórum verkefnum á borð við Fjarðarheiðargöng. Við mat á kostnaði í frumathugunum er gjarnan tekið mið af kostnaði við svipuð verk og þar notuð þumalputtaregla um kostnað per kílómetra. Síðan breytast gjarnan forsendur og iðulega eru kröfur auknar í hönnunarferlinu

Nýja kostnaðarmatið byggir á kostnaðarmati unnið eftir forhönnunarfasa, nýja talan er afurð nánari athugana á aðstæðum og frekari hönnunar mannvirkisins.  Vegagerð utan ganga hefur aukist til muna frá því sem fyrst var áætlað (Suðurleið og ný veglína Seyðisfjarðarmegin.) Styrkingar hafa aukist um sirka 20 prósent miðað við það sem „venjulegt“ hefur verið í jarðgöngum. Þetta kemur til vegna stærra þversniðs, túlkunar á jarðfræðilegum aðstæðum (meiri setlög) og vegna aukinnar kröfu um könnunarholur og bergþéttingu fyrir framan gangastafn við gröft.

Mynd: Tölvugerð mynd Vegagerðarinnar af gangnamunnanum eins og hann gæti litið út Seyðisfjarðarmegin þegar þar að kemur.