Kæru gegn Gift vísað frá

vopnafjordur.jpgRíkislögreglustjóri hefur vísað frá kæru Vopnafjarðarhrepps vegna málefna Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og Fjárfestingafélagsins Giftar sem lögð var fram í fyrra.

 

Í bréfi sem lögeglustjórinn sendi hreppsnefndinni segir að ekki þyki tilefni til að hefja lögreglurannsókn á málunum. Djúpavogshreppur stóð einnig að kæru gegn félögunum en bæði sveitarfélögin töpuðu fjármunum þegar Gift varð gjaldþrota eftir hrunið 2008.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps ákvað á fundi sínum í seinustu viku að fá leiðbeinignar frá lögfræðideild Sambands íslenskra sveitarfélaga um næstu skref í málinu. Frestur til að kæra úrskurð Ríkislögreglustjóra er einn mánuður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.