Kuldapollur yfir Austurlandi fram á miðvikudaginn
Veturinn hingað til meira og minna verið með þægilegra móti austanlands enda snjóalög að tiltölu lítil, hvassviðri eða stormar takmarkað látið á sér bera og hitatölur jafnvel oftar verið rauðar en bláar. Það hefur breyst töluvert síðustu dægrin og áfram verður kalt langt fram í næstu viku.
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður kuldaboli ríkjandi í öllum fjórðungnum fram á aðfararnótt miðvikudags en víða í fjórðungnum á þeim tíma nær frostið tveggja stafa tölum og allt að fimmtán stiga frosti þegar verst bítur. Á þessu ein undantekning því hitastig hækkar ört strax næstu nótt og gæti hitamælirinn á morgun setið kringum frostmarkið ef spáin gengur eftir. Lítils háttar snjókoma gæti fylgt því um tíma.
Það þó skammgóður vermir því frysta fer svo aftur aðfararnótt sunnudags og frost eykst jafnt og bítandi fram á miðvikudaginn kemur þegar Veðurstofa segir að hlýindi fara að gera vart við sig. Bót er í máli í kuldatíðinni að spáin gerir að mestu ráð fyrir þurru og hægu veðri.
Hitakort Veðurstofunnar aðfararnótt mánudagsins. Skjáskot