Kvenfélagið Hlíf gaf hjartalínurita
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. apr 2010 11:15 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Kvenfélagið Hlíf í Breiðdal færði Heilsugæslustöðinni á Breiðdalsvík hjartalínurita að gjöf á sumardaginn fyrsta.
Formaður Kvenfélagsins Hlífar, Ingibjörg Huld Jónsdóttir afhenti Þórunni Björg Jóhannsdóttur, hjúkrunarfræðingi, á heilsugæslustöðinni á Breiðdalsvík hjartalínuritstækið á kaffihlaðborði sem Kvenfélagið hélt í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík á sumardaginn fyrsta.