Skip to main content

Kviknaði í rusli: Útiloka ekki íkveikju

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. des 2010 13:54Uppfært 08. jan 2016 19:22

logregla_utgardur7_bruni_0002_web.jpgLögreglan á Egilsstöðum útilokar ekki að kveikt hafi verið í ruslatunnu í fjölbýlishúsi við Útgarð á Egilsstöðum í morgun. Húsið var rýmt en ekki reyndist hætta á ferðum.

 

Lögreglan rýmdi blokkina á meðan gengið var úr skugga um umfang eldsins. Lögreglan slökkti eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn og gekk frá á staðnum og reykræsti.

logregla_utgardur7_bruni_0001_web.jpg Eldurinn kom upp í endurvinnslutunnum fyrir pappír og plast. Hjalti Axelsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir eldsupptök óljós en hvorki íkveikja né sjálfsíkveikja hafi verið útilokuð. Engar vísbendingar hafi fundist sem styðji aðra hvora tilgátuna en ljóst sé að eldurinn hafi logað alllangann tíma áður en hann uppgötvaðist.

Lögreglan rannsakar eldsupptök og leitar að vitnum sem hugsanlega hafi orðið vör við mannaferðir en ekkert kom fram um það á vettvangi.