Kviknaði í rusli: Útiloka ekki íkveikju

logregla_utgardur7_bruni_0002_web.jpgLögreglan á Egilsstöðum útilokar ekki að kveikt hafi verið í ruslatunnu í fjölbýlishúsi við Útgarð á Egilsstöðum í morgun. Húsið var rýmt en ekki reyndist hætta á ferðum.

 

Lögreglan rýmdi blokkina á meðan gengið var úr skugga um umfang eldsins. Lögreglan slökkti eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn og gekk frá á staðnum og reykræsti.

logregla_utgardur7_bruni_0001_web.jpg Eldurinn kom upp í endurvinnslutunnum fyrir pappír og plast. Hjalti Axelsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir eldsupptök óljós en hvorki íkveikja né sjálfsíkveikja hafi verið útilokuð. Engar vísbendingar hafi fundist sem styðji aðra hvora tilgátuna en ljóst sé að eldurinn hafi logað alllangann tíma áður en hann uppgötvaðist.

Lögreglan rannsakar eldsupptök og leitar að vitnum sem hugsanlega hafi orðið vör við mannaferðir en ekkert kom fram um það á vettvangi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.