Kvörtun vegna skipulagsbreytinga í Fjarðabyggð vísað frá

Umboðsmaður Alþingis vísaði frá kvörtun sem embættinu barst vegna þeirrar ákvörðunar sveitarfélagsins Fjarðabyggðar að vegna skipulagsbreytinga skyldi leggja niður safnastofnun og sameina undir einum hatti menningarstofu.

Kvörtunin barst Umboðsmanni um miðjan febrúar síðastliðinn þegar farið var að bera á mótmælum vegna sameiningaráformanna en ekki síður þeirrar ákvörðunar sveitarfélagsins að því samhliða yrðu öll öll bókasöfn Fjarðabyggðar færð beint undir skólastjórnendur en þau söfn öll eru innan veggja grunnskóla í sveitarfélaginu.


Umboðsmaður vísaði kvörtuninni frá á þeim forsendum að á þeim tíma lægi hvorki fyrir afstaða sveitarfélagsins né heldur afstaða menningar- og viðskiptaráðherra og innviðaráðherra til málsins. Slík álit væru forsenda þess að Umboðsmaður gæti tekið kvörtunina formlega fyrir.


Með vísan til þeirra sjónarmiða sem búa að baki 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 tel ég rétt að afstaða sveitarfélagsins, og eftir atvikum afstaða menningar- og viðskiptaráðherra og innviðaráðherra, til athugasemda yðar liggi fyrir áður en umboðsmaður fjallar um málið. Horfi ég þá til þess að samkvæmt safnalögum, nr. 141/2011, fer fyrrnefndi ráðherrann með yfirstjórn þeirra mála sem lögin ná til en sá síðarnefndi fer með málefni sveitarfélaga og hefur hann eftirlit með því þau gegni skyldum sínum samkvæmt lögum og öðrum löglegum fyrirmælum. Með vísan til framangreinds lýk ég athugun minni á kvörtun yðar, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.