Skip to main content

Kynna breytingu á hreindýraveiðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. maí 2022 08:16Uppfært 31. maí 2022 08:49

Kynningarfundur um breytt fyrirkomulag hreindýraveiða innan Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í dag.


Í tæpt ár hefur verið í vinnu innan þjóðgarðsins tillaga í þá átt að bannsvæði gegn veiðum, við Snæfell, verði afnumið. Er það gert í kjölfar gagnrýni á að í ákveðnum árum héldu stórar hjarðir sig alfarið innan svæðisins sem gerði veiðar erfiðar og yki álag á hjörðum sem ekki væru innan þess.

Við tillöguna var leitað umsagna sérfræðinga um bæði náttúru svæðisins og veiðar. Á sama tíma og áhrif breytinganna á hreindýrastofninn hafa verið talin lítil og ef eitthvað er jákvæð, hefur verið varað við áhrifum á bæði fugla og náttúru svæðisins ef umferð eykst. Vegna þessa hafa verið gerðar áætlanir um vöktun á áhrifum breytinguna og fræðslu til þeirra sem um svæðið fara.

Á kynningarfundinum í dag verður farið yfir forsögu málsins, breytingatillagan kynnt, vöktunaráætlun, fræðslustarf og viljayfirlýsingu Vatnajökulsþjóðgarðs og Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum sem fylgir breytingunni.

Fundurinn hefst klukkan 16:30 og verður haldinn í gegnum Zoom-fjarfundakerfið. Slóð er á vef þjóðgarðsins. Tillagan sjálf er til umsagnar fram til 13. júní.