Skip to main content

Lagfæra vatnsskemmdir á Norðfjarðarvegi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. sep 2023 10:29Uppfært 20. sep 2023 10:34

Vegagerðin vinnur nú að því að lagfæra vatnsskemmdir sem urðu á Norðfjarðarvegi í nótt og í morgun.

Vegurinn er ekki lokaður en vegfarendur beðnir um að sýna fyllstu aðgát. Svæðið sem um ræðir er rétt utan við Norðfjarðargöngin á milli Svarthamra og Ormsstaða í firðinum eins og sést á meðfylgjandi korti Vegagerðarinnar.

Eins og Austurfrétt greindi frá í gær er vegurinn út í Mjóafjörð lokaður en hann fór í sundur vegna vatnavaxta skömmu eftir hádegið í gær. Ekki liggur fyrir hvenær hann verður opnaður á ný.

Þá er bent á að Breiðdalsvegur sé lokaður vegna framkvæmda og ökumönnum bent á að aka um Skriðdals- og Breiðdalsveg um Breiðdalsheiðina til að komast leiðar sinnar.