Landsbankinn: Minni viðskipti á Stöðvarfirði, óhjákvæmilegt að loka

steinthor-palsson-web.jpgForstjóri Landsbankans segir minni viðskipti á Stöðvarfirði hafa orðið til þess að ákveðið hafi verið að loka útibúi bankans á staðnum. Miklar breytingar hafi orðið á bankaþjónustu undanfarin ár.

 

Þetta kemur fram í svarbréfi sem bankastjórinn, Steinþór Pálsson, sendi sveitarfélaginu þegar ákvörðun um lokun útibús bankans var mótmælt. Þar segir að „viðskiptin á Stöðvarfirði hafi dregist verulega saman,“ bankanum þyki „ákvörðunin miður“ en hún sé „óhjákvæmileg.“

Steinþór segir að undanfarin ár hafi verið reynt að tryggja að starfsfólk héldi vinnu sinni þótt útibúum væri lokað. Það hafi verið gert á Stöðvarfirði.

Steinþór bendi á að í kjölfar netbankavæðingar hafi miklar breytingar orðið á bankaþjónustu og heimsóknum í afgreiðslur fækkað verulega. Bankinn ætli að koma upp hraðbanka á Stöðvarfirði og eldri borgurum verði þjónað sérstaklega, annað hvort með heimsóknum eða skipulögðum ferðum á vegum bankans til Fáskrúðsfjarðar.

„Bankanum er að sjálfsögðu fullkunnugt um þá þróun í búsetu og atvinnulífi sem orðið hefur á Stöðvarfirði á síðastliðnum árum og þykir hún miður. Staðan er án efa erfið en því er hafnað að Landsbankinn gangi fram fyrir skjöldu í þvíað loka starfsstöð þar eins og skilja má í bréfi ykkar. Þar hafa aðrir orðið fyrri til eins og sveitarstjórnarmönnum á þessu svæði er fullkunnugt um.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.