Skip to main content

Landsnet kaupir fyrrum húsnæði Vasks

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. maí 2023 08:37Uppfært 17. maí 2023 08:40

Landsnet hefur keypt fyrrum húsnæði Vasks á Egilsstöðum, sem skemmdist í bruna í lok september í fyrra. Vonast er til að hægt verði að taka endurbætt húsnæði í gagnið á næsta ári.


Landsnet deildi áður húsinu með Vaski, sem rak þar verslun og þvottahús. Eldurinn logaði Vasksmegin en þeim hluta sem Landsnet var með áður tókst að bjarga að mestu.

Vinna er nú hafin við þrif og hreinsun í húsinu á vegum Landsnets sem hefur keypt það allt og hyggst endurbyggja það.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir Steinunn Þorsteinsdóttir að vantaði hafi meira rými fyrir tæki, starfsfólk og varahlutalager. Mat stjórnenda hafi verið að endurbyggt myndi húsið nýtast Landsneti vel.

Enn er verið að meta ástand þeirra veggja sem eftir standa og verður uppbyggingin ákveðin út frá því. Arkitektar eru byrjaðir að teikna upp nýtt skipulag fyrir húsið sem á að verða tilbúið á næsta ári, gangi allt að óskum.

Daginn eftir brunann í september.