Laumufarþegi með Norrænu

ImageTáningspiltur laumaði sér með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Hann hefur beðið um hæli hér á landi.

 

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Ekki er vitað hvaðan pilturinnkemur en hann kennir sig við frelsishreyfinguna Polisario í Vestur-Sahara sem berst fyrir sjálfstæði frá Marokkó.

Hann hefur óskað eftir hæli hérlendis því lítið frelsi sé í heimalandinu. Strákurinn var í haldi lögreglunnar á Egilsstöðum í dag en verður fljótt fluttur að Fitjum í Reykjanesbæ.

Mál hans hefur verið sent til Útlendingastofnunar og barnaverndaryfirvalda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.