Launagreiðslur HB Granda á Vopnafirði nærri hálfur milljarður í fyrra

vopnafjordur.jpgFjárfestingar HB Granda  í uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði hafa numið meira en  fjórum milljörðum króna frá þeim tíma sem liðinn er frá sameiningu HB Granda og Tanga fyrir sjö árum. Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda segir að á þessu ári sé fyrirhugað að fjárfesta fyrir rúmar 200 milljónir króna á Vopnafiði.

 

„ Þessa dagana er verið að setja upp nýjan blástursfrysti og auk þess er verður komið fyrir nýrri útrásarlögn og nýjum tækjum til hreinsunar á frárennsli frá uppsjávarfrystihúsinu. Öll uppbygging hefur tekist mjög vel, enda reynt og traust fólk sem við höfum fengið til liðs við okkur.“

HB Grandi er langstærsti vinnuveitandinn á Vopnafiði.

„Launagreiðslur til starfsmanna á staðnum voru í fyrra samtals tæpar 500 milljónir króna en fastráðnir starfsmenn í landi eru um 55. Í sumar verða þeir svo helmingi fleiri þegar vetríðin stendur sem hæst.“

Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri segir að sameining Tanga og HB Granda hafi reynst heillaskref fyrir sveitarfélagið.

„Já, það leyfi ég mér að fullyrða. Ég efast um að Tangi hefði haft burði til að ráðast í allar þessar framvkæmdir. Það má í raun segja að starfsemi HB Granda sé okkar stóriðja, þetta er stærsti vinnuveitandinn á staðnum og verktakar og þjónustufyrirtæki hafa notið góðs af framkvæmdunum og allri starfseminni.“
Vilhjálmur segir að samstarfið við heimamenn hafi gengið einstaklega vel.

„Við reynum eins og hægt er að beina viðskiptum okkar til fyrirtækja og einstaklinga á staðnum. Vonandi verður komandi vertíð gjöful, þetta er gríðarleg fjárfesting sem þarf að standa undir sér.“

Sveitarstjórinn er bjartsýnn á góða vertíð.

„Sem betur fer hafa útsvarstekjur sveitarfélagsins ekki lækkað eins og svo víða á landinu. Stöðug og mikil vinna skiptir fjárhag sveitarfélagins því miklu máli, þannig að ég vona svo sannarlega að hjólin hjá HB Granda snúist af krafti hér á Vopnafirði.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.