Skip to main content

Leggja áherslu á bílbeltanotkun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2022 16:44Uppfært 04. feb 2022 16:45

Lögreglan á Austurlandi hyggst leggja sérstaka áherslu á að fylgjast með bílbeltanotkun í febrúar, sem og dekkja- og ljósabúnaði ökutækja.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem farið er yfir áhersluatriði næstu vikna og því heitið að lögreglan verði sýnileg í umferðinni til að reyna að hvetja ökumenn til aðgæslu.

Þá er áréttað að ökutæki séu ekki skilin eftir mannlaus í gangi fyrir utan verslanir eða skóla auk þess að læsa þeim tryggilega þegar þau eru yfirgefin.

Eitt umferðarslys var skráð á svæðinu í nýliðnum janúar. Þar var um bílveltu að ræða. Ökumaður var einn í bílnum og meiddist lítillega.