Leggja til endurnýjun rekstrarleyfis fiskeldisins í Reyðarfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. apr 2022 09:06 • Uppfært 11. apr 2022 09:09
Matvælastofnun hefur sent frá sér tillögu að endurnýjun rekstrarleyfis fiskeldis Laxa í Reyðarfirði. Engar breytingar eru á leyfinu frá því sem en þar er heimilt að ala 6.000 tonn af frjóum laxi.
Í drögunum eru eldissvæðin hnitsett, en þau eru sem fyrr við Gripalda, Sigmundarhús og Bjarg.
Í leyfinu er meðal annars kveðið á um vaktanir á svæðinu, varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi, tilkynningaskyldu og áætlanir til að veiða strokulaxa.
Þá segir um útsetningu seiða að hún taki mið af umhverfisaðstæðum á hverjum tíma. Leyfið er bundið við kennitölu rekstraraðilaþ
Frestur til að gera athugasemdir við leyfið er til 7. maí.