Leggja tvær milljónir til tíu menningarverkefna í Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að styrkja ein tíu mismunandi menningarverkefni fyrir alls um tvær milljónir króna.
Upphæð styrkja til hvers verkefnis er nokkuð breytileg en sá hæsti, 450 þúsund krónur, fór til tónleikaraðar sem haldin verður í gömlu kirkjunni á Stöðvarfirði. Myndlistarsýning Ra Tack hlaut 350 þúsund krónur og menningarfélagið Melar var styrkt um 250 þúsund vegna tónleika kammersveitar.
Þá fékk Bragginn - Litla listahátíðin 200 þúsund en sú hátíð fer einmitt fram í gamla bragganum við Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Myndlistarsýning og smiðja Saga Unn fékk sömu upphæð úthlutaða og Breiðdalssetrið 150 þúsund krónur vegna málþings með skáldinu Guðjóni Sveinssyni.
Fjórar aðilar fengu úthlutað sléttum 100 þúsund krónum: Björn Hafþór Guðmundsson vegna tónleika, Sögubrot vegna sumarmóts sagnamanna og sagnakvöld, Kvikmyndasamsteypan til framleiðslu stuttmyndarinnar Snjóþungi og Sigríður Hafdís Hannesardóttir sem hyggst setju upp sýningu utandyra.