Skip to main content

Leita samninga um land undir byggðakjarna í Fljótsdal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. ágú 2023 10:32Uppfært 09. ágú 2023 10:36

Sveitarstjóri Fljótsdalshrepps er vongóður um að langtíma leigusamningur við eigendur jarðarinnar Hamborgar gangi í gegn í þessum mánuði. Þar fyrirhugar sveitarfélagið að skipuleggja lítinn byggðakjarna frá grunni.

Það lengi staðið ýmsu fyrir þrifum í Fljótsdal hversu lítið framboð heftur verið af lóðum eða húsnæði á svæðinu en eftirspurn hefur verið töluverð um tíma. Lengi vel reyndi sveitarstjórn að leigja lóð undir litla byggð í landi Hjarðabóls fyrir neðan Hengifoss en snéru sér að Hamborgarlandinu þegar það gekk ekki upp sökum landdeilna eigenda þess fyrrnefnda. Hamborgarlandið er skammt frá Skriðuklaustri og gróflega fyrir miðju á meðfylgjandi mynd.

„Drög að leigusamningi voru kynnt á síðasta sveitarstjórnarfundi,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri, í samtali við Austurfrétt. „Við erum enn að vinna í þeim samningi og vonandi tekst að ljúka því fyrir næsta sveitarstjórnarfund hjá okkur. Því fyrr sem þetta kemst á skrið því þörfin er mjög brýn og sjálfur er ég bjartsýnn á að þetta gangi allt upp fljótlega.“

Loftmynd tekin af Skarphéðni G. Þórissyni vegna staðarvalskönnunar Fljótsdælinga en sú könnun var kynnt 2020. Sveitarfélagið staðið í töluverðri vinnu að finna heppilegasta svæðið fyrir byggðakjarna síðustu árin og jörðin Hamborg meðal fremstu kosta samkvæmt þeirri vinnu.