Skip to main content

Lögbanni SSA á akstur Sternu hnekkt

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. maí 2013 15:10Uppfært 08. jan 2016 19:24

sterna_logo.jpg

Héraðsdómur Austurlands hnekkti í dag lögbanni sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk á fólksflutninga Sternu á sérleyfisleiðinni Egilsstaðir-Höfn-Egilsstaðir síðasta sumar. Fyrirtækið var sýknað af öllum kröfum sambandsins sem að auki var dæmt til að greiða málskostnað upp á 700.000 krónur.

 

SSA tók við ábyrgð á sérleyfisleiðum á Austurlandi af Vegagerð ríkisins um áramótin 2011/12. Leiðin var boðin út og urðu Hópferðabílar Akureyrar þar hlutskarpastir. Sterna var áður með sérleyfið en hélt áfram akstri á eigin forsendum á leiðinni. Því taldist vera kominn forsendubrestur fyrir sérleyfinu.  

Sterna fékk sendar viðvaranir vegna akstursins sem lauk með því að sýslumaðurinn á Seyðisfirði staðfesti lögbann á aksturinn 18. júlí. Því hefur nú verið hnekkt.

Nánar síðar.