Lögbanni SSA á akstur Sternu hnekkt

sterna_logo.jpg

Héraðsdómur Austurlands hnekkti í dag lögbanni sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk á fólksflutninga Sternu á sérleyfisleiðinni Egilsstaðir-Höfn-Egilsstaðir síðasta sumar. Fyrirtækið var sýknað af öllum kröfum sambandsins sem að auki var dæmt til að greiða málskostnað upp á 700.000 krónur.

 

SSA tók við ábyrgð á sérleyfisleiðum á Austurlandi af Vegagerð ríkisins um áramótin 2011/12. Leiðin var boðin út og urðu Hópferðabílar Akureyrar þar hlutskarpastir. Sterna var áður með sérleyfið en hélt áfram akstri á eigin forsendum á leiðinni. Því taldist vera kominn forsendubrestur fyrir sérleyfinu.  

Sterna fékk sendar viðvaranir vegna akstursins sem lauk með því að sýslumaðurinn á Seyðisfirði staðfesti lögbann á aksturinn 18. júlí. Því hefur nú verið hnekkt.

Nánar síðar. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.