Lögreglan rannsakar kærur Djúpavogs- og Vopnafjarðarhreppa gegn Gift
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. nóv 2010 16:29 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Kærur Djúpavogs- og Vopnafjarðarhreppa á hendur fyrrverandi stjórnendum
Giftar vegna meðferðar þeirra á eigum Samvinnutrygginga hefur verið
tekin til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.
Sveitarfélögin telja sig hafa orðið samtals af tvö hundruð milljónum
króna.
Frá þessu var greint í DV í vikunni. Forsvarsmenn sveitarfélaganna kærðu málið í fyrra, meðal annars á grundvelli umboðssvika. Í frétt DV segir að málið sé rannsakað sem lögreglumál hjá efnahagsbrotadeildinni. Fjármálaeftirlitið hafi einnig til meðferðar ábendingar um starfsemi Giftar.
Talið er að Djúpavogshreppur hafi orðið af 80 milljónum króna og Vopnafjarðarhreppur um 120 milljónum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, hefur spurst fyrir stöðu málsins bréflega en engin svör fengið.
Talið er að Djúpavogshreppur hafi orðið af 80 milljónum króna og Vopnafjarðarhreppur um 120 milljónum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, hefur spurst fyrir stöðu málsins bréflega en engin svör fengið.