Lögreglustöðinni lokað, ÁTVR opnað

ImageVínbúð hefur opnað í húsnæðinu sem áður hýsti lögreglustöðina á Seyðisfirði. Fangaklefarnir hafa verið brotnir niður þannig að lögreglan hefur enga slíka aðstöðu á staðnum. Bæjarstjórinn segir um klassíska aðferðafræði ríkisins að ræða þar sem peningur sparist hjá ákveðnum embættum en ekki ríkinu sjálfu.

 

„Þetta eru auðvitað bara klassísk aðferðafræði ríkisins. Það er dagljóst að lítið sem ekkert samband er á milli ríkisstofnna, að maður tali nú ekki um ráðuneyta,“ segir Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri í samtali við Agl.is.

Hann gagnrýnir að sýslumannsembættinu sé ætlað að spara pening með að hætta að leigja húsnæði af Fasteignum ríkisisns.

„Á þeim gjörningi sparar ríkið ekki krónu. Síðan selja Fasteignir ríkisins húsið til ÁTVR fyrir einhverja sýndarfjárhæð sem er auðvitað bara millifærsla á tölum því eigandinn er eftir sem áður Íslenska ríkið.“

Verst þykir Ólafi samt það aðstöðuleysi sem lögreglan býr við á Seyðisfirði nú en staðnum er þjónað frá Egilsstöðum.

„Verst er auðvitað að það er búið að brjóta niður fangaklefana og gjörbreyta húsinu þannig að það verður aldrei aftur að lögreglustöð. Nú hefur lögreglan enga slíka aðstöðu hér á Seyðisfirði.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.