Óli Bæjó: Ósáttastur við að þurfa kannski að finna mér vinnu utan Seyðisfjarðar

Ólafur Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, segir það verst af öllu við að standa upp úr bæjarstjórastólnum að þurfa hugsanlega að leita sér vinnu utan Seyðisfjarðar.

 

oli_hr_sig_sfk.jpg„Ef svo fer þá kemur fátt annað til greina en sá staður annar á Austurlandi sem mér þykir jafn vænt um Seyðisfjörð og það er Norðfjörður þar sem ég bjó í 24 ár,“ segir Ólafur í samtali við Agl.is.

„Vonandi getur maður samt haldið  áfram við að vinna Austfirsku samfélagi eitthvert gagn áfram og að því stefni ég að sjálfsögðu.“ Hann segist ekki maður sem geti hugsað sér að vera án vinnu og alltaf haft gaman af að takast á við ný verkefni.

Ólafur sagði í seinustu viku óvænt upp störfum sem bæjarstjóri Seyðisfjarðar. Ástæðurnar segir hann vera slæma fjárhagsafkomu bæjarins og ágreining við flokksfélaga sína í Sjálfstæðisflokknum.

Ólafur lætur af störfum 31. maí. Vilhjálmur Jónsson, formaður bæjarráðs og oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn, verður bæjarstjóri þar til nýr hefur verið ráðinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.