Læknir ráðinn á Eskifjörð
Kristín Lilja Eyglóardóttir hefur verið ráðin í stöðu læknis við heilsugæsluna í Fjarðabyggð, með aðsetur á Eskifirði. Ráðningin nær að minnsta kosti til loka febrúar á næsta ári.
Kristín Lilja útskrifaðist sem læknir árið 2007 og vann meðal annars á kandídatsári sínu á Akureyri en síðan á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og svo á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans. Hún hefur sérnám erlendis á næsta ári í heila- og taugaskurðlækningum. Hún tekur vaktir við aðrar heilsugæslustöðvar í Fjarðabyggð eftir sem þarf.
Valdimar Hermannsson, yfirmaður heilsugæslunnar í Fjarðabyggð, segir hana annars mannaða þannig að Þórarinn Baldursson sé yfirlækni með aðalstarfsstöð á Reyðarfirði. Sérgreinalæknar frá Landsspítalanum manni áfram eina stöðu við heilsgæsluna á móti heimilislæknum sem komi meðal annars frá öðrum starfsstöðvum innan HSA.