Læknir ráðinn á Eskifjörð

ImageKristín Lilja Eyglóardóttir hefur verið ráðin í stöðu læknis við heilsugæsluna í Fjarðabyggð, með aðsetur á Eskifirði. Ráðningin nær að minnsta kosti til loka febrúar á næsta ári.

 

Kristín Lilja útskrifaðist sem læknir árið 2007 og vann meðal annars á kandídatsári sínu á Akureyri en síðan á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og svo á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans. Hún hefur sérnám erlendis á næsta ári í heila- og taugaskurðlækningum. Hún tekur vaktir við aðrar heilsugæslustöðvar í Fjarðabyggð eftir sem þarf.

Valdimar Hermannsson, yfirmaður heilsugæslunnar í Fjarðabyggð, segir hana annars mannaða þannig að Þórarinn Baldursson sé yfirlækni með aðalstarfsstöð á Reyðarfirði. Sérgreinalæknar frá Landsspítalanum manni áfram eina stöðu við heilsgæsluna á móti heimilislæknum sem komi meðal annars frá öðrum starfsstöðvum innan HSA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.