Öllum umsækjendum hafnað í Fjarðabyggð: Rætt við Pál Björgvin
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. júl 2010 18:08 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fól í dag bæjarráði Fjarðabyggðar að ganga til viðræðna við Pál Björgvin Guðmundsson, útibússtjóra Íslandsbanka á Reyðarfirði, um að verða næsti bæjarstjóri sveitarfélagsin. Öllum umsækjendunum átján var hafnað.
Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi í dag. Paĺl Björgvin var áður fjármálastjóri Fjarðabyggðar.
Ekki náðist þverpólitísk samstaða um neinn umsækjendanna átján og var þeim öllum hafnað. Upphaflega sóttu 23 um stöðuna en fimm drógu umsóknir sínar til baka.