Línubáturinn Hafdís keyptur til Eskifjarðar

Eskja hf. á Eskifirði hefur keypt línubátinn Hafdísi GK 118 frá Grindavík en hann var í eigu útgerðarfélagsins Völusteins í Grindavík. 

Áætlað er að báturinn hefji línuveiðar frá Eskifirði í ágústmánuði eða byrjun septembermánaðar næstkomandi að því er fram kemur á vefnum mar.is.   Hafdís verður aðallega gerð úthafdisgk_mynd_arnbjorn_eiriksson.jpg á þorsk og ýsu. Báturinn er 30 brúttórúmlestir og smíðaður í Hafnarfirði árið 1999 og búinn línubeitningavél. Hafdís mun halda nafni sínu og fá skráningarnúmerið SU-220.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.