Línubáturinn Hafdís keyptur til Eskifjarðar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. júl 2010 16:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Eskja hf. á Eskifirði hefur keypt línubátinn Hafdísi GK 118 frá Grindavík en hann var í eigu útgerðarfélagsins Völusteins í Grindavík.
Áætlað er að báturinn hefji línuveiðar frá Eskifirði í ágústmánuði eða byrjun septembermánaðar næstkomandi að því er fram kemur á vefnum mar.is. Hafdís verður aðallega gerð út
á þorsk og ýsu. Báturinn er 30 brúttórúmlestir og smíðaður í Hafnarfirði árið 1999 og búinn línubeitningavél. Hafdís mun halda nafni sínu og fá skráningarnúmerið SU-220.