Skip to main content

Loðnubræðsla á Fáskrúðsfirði gengið „djöfull vel“

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. apr 2023 09:45Uppfært 05. apr 2023 10:05

Nýr búnaður sem tekinn var í gagnið í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hefur skipt nokkrum sköpum það sem af er ári en loðnuvertíðin hjá fyrirtækinu gekk „djöfull vel“ að sögn verksmiðjustjórans og hrognaframleiðslan tvöfaldaðist milli ára.

Það sem af er ári hefur Loðnuvinnslan tekið mót 37 þúsund tonnum af loðnu sem koma að landi með Hoffellinu og norskum og færeyskum loðnuskipum sem landað hafa í firðinum. Af þessu magni fóru 28 þúsund tonn í bræðslu þar sem unnið var mjög og lýsi úr afurðunum að því er fram kemur á vef LVF.

Magnús Ásgrímsson, verksmiðjustjóri, er afar sáttur við nýja þurrkarann sem settur var upp í lok síðasta árs en alls eru þrír slíkir í verksmiðjunni nú.  Hann segir vertíðina þó hafa verið nokkuð tvískipta því framan af hafi stór hluti aflans farið í flokkun og frystingu og skaplegt verið að gera en svo skyndilega hafi allt farið á fullt þegar farið var að „kútta“ eins og það er kallað þegar hrognin eru skilin frá fiskinum í þartilgerðum búnaði.

„Þá var svo mikið að gera að við gátum ekki stoppað tækin til þess að líta yfir þau og hreinsa, en þau stóðu þetta allt af sér, sem og mannskapurinn sem hefur unnið mikið þessa dagana“.

Loðnu skipað í land á Fáskrúðsfirði. Hrognavinnsla LVF tvöfaldaðist frá síðasta ári.