Loðnufrysting brátt að hefjast fyrir Asíumarkaðinn
Loðnufrysting er hafin á nýjan leik hjá Síldarvinnslunni en aðeins rúm vika er þangað til fiskvinnslan hefur frystingu á afurðum á Asíumarkað sem er mikilvægasti markaður loðnuafurða.
Sem kunnugt er hefur loðnuveiði við landið gengið vel það sem af er og loðnan verið að mestu leyti góð. Framundan er mikilvægasta skeiðið því kringum 10. febrúar hefst frysting afurða sem fara alla leið á markaði í Asíu sem er allra mikilvægasti markaðurinn. Sérstaklega á það við um Japansmarkað en allt að 60 prósent allrar loðnu á þeim markaði hefur komið frá Íslandi.
Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri hjá Síldarvinnslunni, segir í samtali við SVN.is að nú sé hafin frysting á nýjan leik eftir tveggja vikna skeið en á þeim tíma var ekkert fryst sökum ótíðar og átu í loðnunni. Nú sé mikilvægt að nægt hráefni berist á land og vinnsla öll gangi vel þegar líði að sölutímanum til Asíu.