Skip to main content

Loðnuleit hefst á ný á morgun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. feb 2024 15:20Uppfært 21. feb 2024 15:20

Þrjú skip munu á næstu dögum láta úr höfn og leita loðnu annars vegar suðaustur af landinu, hins vegar norðvestur af því.


Polar Ammassak mun sigla frá Neskaupstað á morgun og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði. „Þau leita suðaustur af landinu, hvort eitthvað sé að koma úr djúpunum þar,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Gert er ráð fyrir að leit þeirra taki 3-4 daga en vond veðurspá er á mánudag.

Heimaey frá Vestmannaeyjum fer á föstudag og siglir norðvestur fyrir land. Heldur meiri vonir hafa verið bundnar við að þar séu líkur á loðnu sem sé þá að koma undan hafís. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi skipið verður þar en viðbúið er að það verði lengur á sveimi en hin tvö.

Ekki hefur enn fundist loðna í nægjanlegu magni þannig að óhætt sé talið að gefa út veiðikvóta fyrir vertíðina. Skip á ferð í kringum landið hafa horft eftir hvort loðna sé á ferðinni en Guðmundur segir engar fréttir hafa borist af loðnutorfum síðustu daga.