Loðnuveiðum lokið hjá Síldarvinnslunni
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. mar 2022 12:21 • Uppfært 25. mar 2022 12:22
Skip Síldarvinnslunnar hafa lokið loðnuveiðum þessa vertíðina en veiði hefur verið dræm síðustu daga og liggur fyrir að ekki næst að veiða allt að 170 þúsund tonn af útgefnum kvóta.
Frá þessu er skýrt á vef Síldarvinnslunnar en þar kemur fram að vertíðin hafi verið erfið að mörgu leyti og sérstaklega hafi slæmt veðurfar sett strik í reikninginn.
Síðustu skipin eru á leið inn til löndunar í Neskaupstað og öll með töluvert af fiski. Sá afli fer að mestu í hrognavinnslu. Að löndun lokinni eru næturnar teknar á land og komið fyrir í geymslu fram að næstu loðnuvertíð.