Skip to main content

Lögregla komin með dauðu kettlingana

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. mar 2023 08:53Uppfært 07. mar 2023 08:54

Lögreglan á Austurlandi hefur fengið hræ af fimm dauðum kettlingum, sem fundust á Eskifirði um helgina, til rannsóknar. Dánarorsök liggur ekki fyrir.


Austurfrétt greindi í gær frá því að Matvælastofnun hygðist kæra málið til lögreglu. Þá var gengið út frá því að kettlingunum hefði verið drekkt, en þeir fundust í á í bænum.

Hið rétta er að dánarorsök kettlinganna liggur ekki fyrir. Rétt leið málsins er því sú að lögreglan á Austurlandi fékk í gær hræin í sína vörslu. Í tilkynningu lögreglunnar frá í gær segir að engar beinar vísbendingar séu um að kettlingunum hafi verið drekkt.

Næsta skref er að lögregla afhendir Matvælastofnun hræin til rannsóknar. Framhald málsins ræðst síðan á þeirri rannsókn, meðal annars hvort málið verði formlega kært til lögreglu.