Lögregla komin með dauðu kettlingana

Lögreglan á Austurlandi hefur fengið hræ af fimm dauðum kettlingum, sem fundust á Eskifirði um helgina, til rannsóknar. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Austurfrétt greindi í gær frá því að Matvælastofnun hygðist kæra málið til lögreglu. Þá var gengið út frá því að kettlingunum hefði verið drekkt, en þeir fundust í á í bænum.

Hið rétta er að dánarorsök kettlinganna liggur ekki fyrir. Rétt leið málsins er því sú að lögreglan á Austurlandi fékk í gær hræin í sína vörslu. Í tilkynningu lögreglunnar frá í gær segir að engar beinar vísbendingar séu um að kettlingunum hafi verið drekkt.

Næsta skref er að lögregla afhendir Matvælastofnun hræin til rannsóknar. Framhald málsins ræðst síðan á þeirri rannsókn, meðal annars hvort málið verði formlega kært til lögreglu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.