Matvælastofnun skoðar kæru vegna dauðra kettlinga til lögreglu

Börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga dauða í á í bænum um helgina. Matvælastofnun hyggst kæra málið til lögreglu eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið.


Þorsteinn Bergsson, starfsmaður hjá Matvælastofnun á Egilsstöðum, segir nokkrar ábendingar hafa borist um málið. Hann segir að nú sé unnið í að svara þeim ábendingum. Þorsteinn segir málið líta það alvarlega út að það verði kært til lögreglu. Matvælastofnun geti ekki beitt úrræðum því ekki er vitað hver gerði þetta.

Matvælastofnun hefur yfirumsjón með velferð dýra í landinu. Í lögum um velferð dýra nr 55/2013 segir um tilkynningarskyldu: „Leiki grunur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim skal sá sem verður þess var tilkynna það Matvælastofnun eða lögreglu svo fljótt sem auðið er"

 

Samkvæmt lögum er ill meðferð dýra óheimil og ber umráðamönnum dýra að tryggja þeim góða umönnun. Við brot á lögum um velferð dýra geta stjórnvöld beitt sektum sem geta numið frá 10 þús. kr. til 1 millj. kr. Í lögunum segir „Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort brot eru framin af ásetningi eða gáleysi.”

 

Í 45. grein í lögum um velferð dýra segir um refsiábyrgð að það varði mann sektum eða fangelsi allt að einu ári ef hann vanræki tilkynningarskyldu, umönnunarskyldur eða brotið sé gegn bannákvæðum. 

 

„Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Matvælastofnun hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Matvælastofnun að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins.”

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að málið yrði kært til löreglu. Þá var gengið út frá að kettlingum hefði verið drekkt af mannavöldum. Við nánari athugun reyndust sannanir fyrir slíku í hendi á fyrstu stigum málsins. Fréttinni hefur verið breytt til að leiðrétta það. Nánar um framvinduna má lesa hér.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.