Skip to main content

Lögreglan hvetur ökumenn til að hægja á sér

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. júl 2023 10:00Uppfært 20. júl 2023 10:40

Töluvert hefur verið um hraðakstur að undanförnu á svæði lögreglunnar á Austurlandi. Hún freistar þess að vera sýnileg á ýmsum stöðum, meðal annars á svæðum þar sem sjaldan eru lögreglubílar á ferðinni.


Áttatíu kærur vegna hraðakstur hafa verið gefnar út að undanförnu, samkvæmt frétt frá lögreglunni. Til að stemma stigu við því freistar lögreglan þess að vera sýnileg á næstunni, svo sem á Möðrudal þar sem keyrt hefur verið hratt og á Fagradal.

Þá hefur lögreglan að undanförnu sinnt eftirliti á hálendingu, sem er árlegt verkefni. Tveir lögreglumenn eru þrjá til fjóra daga í senn upp á hálendingu. Farið er um svæðið frá Kárahnjúkum og og Snæfelli í austri að Ösku í norðri.

Lögreglan var nýverið á ferð við Kverfjöll. Mynd: Lögreglan á Austurlandi