Orkumálinn 2024

Lofsamleg umfjöllun um austfirska matargerð í bandarísku tímariti

eymundur_vallanesi.jpgAustfirsk matargerð og hráefni, einkum frá Eymundi Magnússyni, bónda í Vallanesi, hlýtur lofsamlega umfjöllun í bandarísku tímariti. Hvert sem farið er um landið skýtur hráefni hans upp kollinum.

 

Sögumaðurinn hefur Íslandsreisu sína á Austfjörðum í fylgd Eymundar sem er sagður líta út eins og Barry Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. Vallanes er heimsótt og greint frá hinni lífrænu ræktun þar.

Því næst fer blaðakonan á Seyðisfjörð og stoppar meðal annars við Gufufoss á leið sinni. „Íslendingar hlægja ef þú spyrð um innflutt vatn,“ skrifar hún við Fjarðaána. Hún kemur við á Hótel Öldunni og gæðir sér þar meðal annars á humri.

Þótt Austurland sé yfirgefið skjóta austfirsku hráefnin áfram upp kollinum. Í Reykjavík skýrir Siggi Hall frá því að hann elski kartöflurnar frá Eymundi. Og á Hótel búðum er boðið upp á lambalæri með byggi úr Vallanesi.

„Er ekki nokkur leið að sleppa frá þessum landbúnaðarfrumkvöðli,“ er spurt.

Lesa má umfjöllun Travel+Leisure í heild sinni hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.