Skip to main content

Lofsamleg umfjöllun um austfirska matargerð í bandarísku tímariti

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. mar 2011 18:45Uppfært 08. jan 2016 19:22

eymundur_vallanesi.jpgAustfirsk matargerð og hráefni, einkum frá Eymundi Magnússyni, bónda í Vallanesi, hlýtur lofsamlega umfjöllun í bandarísku tímariti. Hvert sem farið er um landið skýtur hráefni hans upp kollinum.

 

Sögumaðurinn hefur Íslandsreisu sína á Austfjörðum í fylgd Eymundar sem er sagður líta út eins og Barry Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. Vallanes er heimsótt og greint frá hinni lífrænu ræktun þar.

Því næst fer blaðakonan á Seyðisfjörð og stoppar meðal annars við Gufufoss á leið sinni. „Íslendingar hlægja ef þú spyrð um innflutt vatn,“ skrifar hún við Fjarðaána. Hún kemur við á Hótel Öldunni og gæðir sér þar meðal annars á humri.

Þótt Austurland sé yfirgefið skjóta austfirsku hráefnin áfram upp kollinum. Í Reykjavík skýrir Siggi Hall frá því að hann elski kartöflurnar frá Eymundi. Og á Hótel búðum er boðið upp á lambalæri með byggi úr Vallanesi.

„Er ekki nokkur leið að sleppa frá þessum landbúnaðarfrumkvöðli,“ er spurt.

Lesa má umfjöllun Travel+Leisure í heild sinni hér.