Skip to main content

Loftbrúin víkkuð út til barna

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. feb 2022 14:39Uppfært 10. feb 2022 14:41

Loftbrú, sem veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi í áætlunarflugi innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu, var í byrjun víkkuð út. Börn, sem eiga lögheimili á höfuðborgarsvæðinu, en foreldra eða forráðamenn á landsbyggðinni geta framvegis nýtt sér afsláttinn.


Loftbrúin var upphaflega opnuð í september 2020 til að bæta aðgengi íbúa, með lögheimili í ákveðinni fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, að þjónustu sem þar er.

Með breytingunni hefur úrræðið nú verið víkkað út til barna sem búa á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra á landsbyggðinni. Foreldrar eða forráðafólk pantar farið fyrir börnin og sækir líkt og venjulega afsláttakóða á vef Loftbrúar. Þótt úrræðið hafi verið sett í loftið í byrjun vikunnar hafa komið upp tæknilegir örðugleikar fyrstu dagana sem verið er að leysa.

Á þeim tæplega 18 mánuðum sem liðnir eru síðan Loftbrúin var opnuð hafa verið farnir 70 þúsund flugleggir og mikil aukning orðið á nýtingu hennar.