Skip to main content

Loftur nýr svæðisstjóri Vegagerðarinnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. ágú 2024 13:27Uppfært 01. ágú 2024 13:27

Loftur Þór Jónsson hefur verið ráðinn nýr svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi. Hann kemur til starfa í september.


Loftur er skógfræðingur að mennt og hefur búið í Bergen í Noregi frá árinu 2010. Hann var aðstoðardeildarstjóri 2019-2024 við Institutt for Byggfag við Høgskolen på Vestlandet og hefur leitt námsbraut í verkefnastjórnun í mannvirkjagerð við sama skóla sem lektor frá 2014, auk þess sem hann kennir meðal annars námskeið um framkvæmdatækni í samgöngumannvirkjum og landmælingar.

Loftur starfaði hjá Fylkesmannen í Hörðalandi 2012-2014 og hafði yfirumsjón með skógræktarmálum i Hörðalandi og eftirfylgni með stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Á árunum 2000-2012 starfaði Loftur að skógrækt á Suðurlandi, hjá Héraðs- og Austurlandsskógum og var framkvæmdastjóri í ráðgjafarfyrirtæki á sviði skógræktar, líforku og skipulagsmála.

Loftur tekur við starfinu af Sveini Sveinssyni.