Skip to main content

Lokanir á Möðrudalsöræfum í nótt vegna kvikmyndatöku

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. jún 2025 13:53Uppfært 25. jún 2025 13:55

Lokanir verða á Hringveginum um Möðrudalsöræfi í kvöld og nótt vegna kvikmyndaverkefnis. Að sunnanverðu verða tafir vegna vinnu við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi.


Samkvæmt tilkynningum Vegagerðarinnar verður veginum í Langadal lokað í 3-5 mínútur í senn frá klukkan 21:30 í kvöld þar til 5:00 í nótt. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða merkingar.

Einnig er rétt að vekja athygli á lokunum vegna viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi frá klukkan 20:00 í kvöld til 8:00 í fyrramálið. Á þeim tíma verða tafir á umferð yfir brúna með reglulegu millibili.

Torfært er um Hellisheiði eystri þar sem veghefill stoppaði í brekku í hádeginu. Aðeins minni bílar komast framhjá honum. Á Breiðdalsheiði er líka verið að hefla.