Lokanir á Stöðvarfirði gætu skert heilbrigðisþjónustu

valdimaro_stfj.jpgValdimar O. Hermannsson, yfirmaður heilsugæslunnar í Fjarðabyggð og bæjarfulltrúi, segir að lokanir póstsins og Landsbankans á Stöðvarfirði flæki þjónustu heilsugæslunnar á staðnum.

 

„HSA og Lyfja eru með samning um að Lyfja er með „lítið lyfjabúr,“ afgreiðslu, á heilsugæsluseli HSA á Stöðvarfirði. Fyrirtækin deila sama starfsmanninum, sem er starfsmaður HSA, en afgreiðir lyf frá Lyfju  sem aftur greiðir ákveðna hlutdeild, eða leigu fyrir aðstöðuna.“ segir Valdimar.

Afgreiðslan er opin aðra virka daga en mánudaga. Læknir og hjúkrunarfræðingur eru á staðnum á miðvikudögum.

„Lyfjapakkar hafa borist til Stöðvarfjarðar, eftir þörfum, á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum, með póstinum. Þá hefur verið (hingað til) hægt að senda blóðsýni, og annað til rannsóknar samdægurs með póstinum þegar læknir og hjúkrunarfræðingur eru á  Stöðvarfirði.“

Valdimar segir verið að skoða hvaða lausnir séu í boði en þetta óhagræði fyrir allan rekstur sem haldið sé úti á Stöðvarfirði og geri málin erfiðari.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.