Lokanir við Kárahnjúka í sumar vegna framkvæmda

Reglulegar lokanir verða á leiðinni yfir Kárahnjúkastíflu í sumar vegna framkvæmda við hrunvarnir í Fremri-Kárahnjúk. Framkvæmdir hefjast í dag og reiknað er með að þær standi í tvo mánuði eða til 25. ágúst.

Á þessum tíma stendur til að endurnýja hrunvarnagirðingu ofan vegarins í Fremri-Kárahnjúk. Meginþungi lokana verður í fyrstu og síðustu viku en þó er nauðsynlegt að loka eitthvað á öðrum tímum framkvæmdarinnar. Reynt verður að stilla þeim í hóf en öryggi starfsfólks og vegfarenda gengur ávallt fyrir.

Lokunin verður annars vegar við inntakið á milli Desjarárstíflu og Kárahnjúkastíflu og hins vegar við norðurenda Kárahnjúkastíflu. Ekki verður hægt að fara hjáleið.

Miðað er við að hafa lokað frá kl. 7 til 19 þá daga sem loka þarf en opna til að hleypa umferð í gegn á þessum tímum:
10.00 – 10.15
13.00 – 13.15
16.00 – 16.15

Sett verða upp skilti í Fljótsdal við Bessastaði og á Fiskidalshálsi á Brúardalaleið með upplýsingum um lokanirnar og tímasetningar. Þá verða fyrirhugaðar lokanir auglýstar í útvarpi, á vef Landsvirkjunar og á vef Vegagerðarinnar. Hægt verður að fylgjast með takmörkunum á umferð á vefsíðunni: www.landsvirkjun.is/tilkynning


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.