Loks íbúafundur á Djúpavogi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. feb 2022 10:47 • Uppfært 15. feb 2022 10:47
Heimastjórn Djúpavogs mun loks halda íbúafund í bænum á mánudaginn kemur en nokkur köll hafa verið eftir slíkum fundi frá því að sameining í Múlaþing varð að veruleika.
Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, hyggst opna fundinn en hann hefst stundvíslega klukkan 18 í veitingasal Hótel Framtíðar.
Meðal þess sem fundurinn tekur til er framkvæmdaáætlun sumarsins framundan. Staða skipulagsmála í bænum verður kynnt og jafnframt allar framkvæmdir af hálfu HEF vegna nýrrar fráveitu. Þá mun heimastjórnin sjálf fara yfir helstu mál sem eru á þeirra borði.