Lést í umferðarslysi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. apr 2011 10:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Langadal á Möðrudalsöræfum í
gærmorgun hét Daniel Krzysztof Sakaluk. Hann var fæddur 4. maí 1993 og
til heimilis að Hólsgötu 6, Neskaupstað.
Daniel var pólskur að ætt og kom fyrst til Íslands 2008 en flutti hingað 2009.
Bíllinn fór út af veginum en óljóst er hvað olli slysinu. Tveir voru í bílnum og gat sá sem lifði slysið af gert lögreglu viðvart.
Kaþólsk minningarathöfn var haldin í Norðfjarðarkirkju í gær.
Daniel þótti efnilegur knattspyrnumaður og spilaði fjórtán leiki með aðalliði Fjarðabyggðar í fyrrasumar. Í tilkynningu frá félaginu segir að treyja hans með númerinu fjórtán verði „hans um ókomna tíð.“
Daniel var góður leikmaður og félagi. Hann var efnilegur knattspyrnumaður sem átti framtíðina fyrir sér á vellinum. Daniel var hvers manns hugljúfi og þægilegri leikmann var ekki hægt að þjálfa. Hann gerði það sem hann var beðinn um og gerði það óaðfinnanlega.“
Minningarsíða um Daniel Sakaluk á Facebook
Bíllinn fór út af veginum en óljóst er hvað olli slysinu. Tveir voru í bílnum og gat sá sem lifði slysið af gert lögreglu viðvart.
Kaþólsk minningarathöfn var haldin í Norðfjarðarkirkju í gær.
Daniel þótti efnilegur knattspyrnumaður og spilaði fjórtán leiki með aðalliði Fjarðabyggðar í fyrrasumar. Í tilkynningu frá félaginu segir að treyja hans með númerinu fjórtán verði „hans um ókomna tíð.“
Daniel var góður leikmaður og félagi. Hann var efnilegur knattspyrnumaður sem átti framtíðina fyrir sér á vellinum. Daniel var hvers manns hugljúfi og þægilegri leikmann var ekki hægt að þjálfa. Hann gerði það sem hann var beðinn um og gerði það óaðfinnanlega.“
Minningarsíða um Daniel Sakaluk á Facebook