Skip to main content

Lítil hætta talin á snjóflóðum á austfirska vegi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. mar 2010 15:53Uppfært 08. jan 2016 19:21

Vegagerðin telur ekki mikla hættu á snjóflóðum á austfirska fjallvegi. Í nótt féll snjóflóð í Grænafelli á veginn yfir Fagradal.

 

Flóðið í nótt náði um 3-4 metra inn á veginn og var tæpur metri á þykkt. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að helst væri talin hætta á flóðum úr Grænafelli.

Litlar líkur eru samt taldar á frekari flóðum þar sem ekki hefur bætt verulega í snjóinn í dag.