Lýsa áhyggjum af umferð almennings á hafnarsvæðum Fjarðabyggðar

Hafnarstjórn og hafnarstjóri Fjarðabyggðar leita nú leiða til að herða öryggismál í höfnum sveitarfélagsins en víða telst umferð almennings um þær of mikil.

Ábendingar um þessa stöðu hafa borist sveitarfélaginu gegnum tíðina frá starfsmönnum fyrirtækja á hafnarsvæðum og þeir lýst áhyggjum sínum af þeirri stöðu og þá ekki síst þegar mikið er um að vera hjá útgerðum og samstarfsaðilum þeirra. Ekki er langt síðan hörmulegt banaslys varð við hafnarsvæðið á Djúpavogi þegar starfsmaður á lyftara ók þar á ferðamann.

Samkvæmt svari upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar vegna þessa kemur fram að áhyggjur manna taki helst til þess sem gjarnan er kallað „bryggjurúnturinn“ sem margir utanaðkomandi hafa gaman af að aka. Á allnokkrum hafnarsvæðum hérlendis, ekki hvað síst í Reykjavík, er umferð óviðkomandi hreint og beint bönnuð á þeim svæðum og þau gjarnan girt af. Ekki liggur fyrir hvort hafnaryfirvöld eru að skoða einhverja slíka aðgerð í Fjarðabyggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.