Lýsa yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. feb 2024 09:16 • Uppfært 12. feb 2024 09:18
Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Athyglin beinist að Seyðisfirði eftir mikla úrkomu í nótt.
Samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar var úrkoman á Seyðisfirði klukkan níu í morgun komin í yfir 40 mm frá miðnætti.
Þar hefur snjóað í fjöll en blotað í byggt. Hvöss austnorðaustan átt hefur verið ríkjandi á fjöllum síðan í gærkvöldi.
Draga á úr úrkomu þegar líður á daginn og vind að lægja þegar hann snýst til norðurs. Náið verður fylgst með aðstæðum og þróun í dag.